Velkomin til Glæpaborgar – borg þar sem glæpir leynast á hverju horni. Hér eru dauðhættuleg leyndarmál, rán í skugga nætur og kaldrifjuð morð daglegt brauð. Lögreglan á staðnum ræður ekki lengur við aðstæður og þarf nauðsynlega á rannsóknarhæfileikum ykkar að halda!
MicroMacro er samvinnu - og rannsóknarleikur. Saman leysið þið flókin sakamál, giskið á tilefni þeirra, aflið sönnunargagna og gómið þá grunuðu. Skarpt auga er jafn mikilvægt og klókar ályktanir, þetta er verk fyrir alvöru spæjara!